Klofningsvegurinn verði klæddur

Klofningsvegur á Fellsströnd.
Klofningsvegur á Fellsströnd. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveitarstjórn Dalabyggðar vill í ályktun að Vegagerðin hefjist handa í sumar um að leggja klæðningu eða slitlag á svonefndan Klofningsveg.

Verði framkvæmdin tilraunaverkefni á landsvísu við að leggja bundið slitlag á malarvegi með sem minnstum hönnunarkostnaði.

Klofningsvegur er lengsti samfelldi tengivegurinn í Dölum; 93 kílómetra leið um Fellsströnd og Skarðsströnd sem liggur úr Hvammssveit, um Klofning og í Saurbæinn.

Dalamenn segja að leið þessi hafi um langt árabil verið svelt um fjármuni til viðhalds, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert