Varast verður geisla frá maísólinni

Sólböð eru góð í hófi.
Sólböð eru góð í hófi. mbl.is/​Hari

Mikilvægt er að passa að hafa húðina ekki óvarða úti í sólinni lengur en í skamma stund.

Á það sérstaklega við um börn en sólbruni veldur húðskemmdum sem jafnframt geta leitt til húðkrabbameins síðar á ævinni. Þetta kemur fram í grein á vef Geislavarna ríkisins.

Ástæðan að baki greininni er sú að með hækkandi „maísól“ eykst styrkur útfjólublárrar geislunar frá sólinni. Því er tilefni til að vara fólk við hugsanlegum kvillum sem slíkir geislar geta valdið.

Ef skoðaður er mælikvarði á styrk útfjólublárrar geislunar miðað við heiðskírar aðstæður, svokallaður UT-stuðull, telst nauðsynlegt að verja sig ef framangreindur stuðull er þrír eða hærri. Sé horft til síðustu mælingar frá 29. apríl sl. má sjá að á þeim tíma var umræddur stuðull 3,2. Ætla má að styrkur útfljólublárra geisla muni jafnframt aukast þegar líða tekur á sumarið. Hvetja Geislavarnir ríkisins því fólk til að bera á sig sólarvörn áður en haldið er af stað út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert