Við munum fá aftur svona faraldur

„Við munum fá aftur svona faraldur. Alveg klárlega. Hvenær það …
„Við munum fá aftur svona faraldur. Alveg klárlega. Hvenær það verður veit ég ekki og hvort það verður heimsfaraldur inflúensu, önnur tegund af kórónuveiru eða alveg ný veira, það veit ég ekki,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. mbl.is/Árni Sæberg

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir er orðinn heim­il­is­vin­ur flestra Íslend­inga enda sést hann dag­lega á skjá­um lands­manna. Hann er alltaf skýr, yf­ir­vegaður og traust­ur enda veit hann sínu viti. Þórólf­ur er sér­fræðing­ur í barna­lækn­ing­um og smit­sjúk­dóm­um, doktor í lýðheilsu­vís­ind­um og hef­ur gegnt embætti sótt­varna­lækn­is í fimm ár. Í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um sem geng­ur nú yfir er gott að vita af hon­um í brúnni.

Ræt­urn­ar í Eyj­um

Þórólf­ur er fædd­ur á Hvols­velli í októ­ber árið 1953, en for­eldr­ar hans, Guðni B. Guðna­son og Val­gerður Þórðardótt­ir, eru bæði ættuð úr Rangár­valla­sýslu. Er Þórólf­ur í miðju þriggja bræðra.

Fjöl­skyld­an flutti aust­ur á Eskifjörð þegar Þórólf­ur var á öðru ári, en faðir hans fékk þar stöðu kaup­fé­lags­stjóra. Þegar Þórólf­ur var á ní­unda ári fluttu þau til Vest­manna­eyja og bjó Þórólf­ur þar fram á unglings­ár.

„Ræt­ur mín­ar liggja í Vest­manna­eyj­um. Við Víðir eig­um margt sam­eig­in­legt þar,“ seg­ir Þórólf­ur og seg­ist eiga þaðan afar ljúf­ar minn­ing­ar.

„Þarna var mikið íþrótta­líf og það var mikið leikið úti í nátt­úr­unni. Ég byrjaði einnig í tónlist, þannig að það var aldrei dauð stund, en í bæn­um var mikið mús­ík­líf. Ég hafði aldrei kynnst svona mik­illi mús­ík,“ seg­ir Þórólf­ur.

„Móður­bróðir minn var lækn­ir, merki­leg­ur maður, góður og klár. Mér fannst hann góð fyr­ir­mynd. Ég byrjaði svo í lækn­is­fræði haustið 1973 og þá fór þáver­andi kær­asta mín, nú­ver­andi eig­in­kona, í sjúkraþjálf­un­ar­nám til Dan­merk­ur,“ seg­ir hann, en þess má geta að kon­an í lífi Þórólfs heit­ir Sara Haf­steins­dótt­ir og er yf­ir­sjúkraþjálf­ari á Land­spít­ala Foss­vogi, og eiga þau tvo upp­komna syni. Þau hafa þekkst allt frá æsku­ár­un­um í Vest­manna­eyj­um.

„Ég elti Söru til Dan­merk­ur og fór í lækn­is­fræði í Árós­um en kláraði það svo hér heima.“

Vor­um búin und­ir far­ald­ur

Við snú­um okk­ur að máli mál­anna, hinni ill­ræmdu kór­ónu­veiru. Fáir hér á landi vita jafn mikið um hana og Þórólf­ur.

Áttir þú von á að svona far­ald­ur gæti herjað á heim­inn?

„Já, það kom mér ekk­ert á óvart en það kom mér kannski á óvart að það væri kór­ónu­veira. Þó eru þekkt­ir far­aldr­ar af henn­ar völd­um, eins og Sars-veir­an árið 2002 og Mers-veir­an 2012. Þeir sem hafa lært um smit­sjúk­dóma, far­alds­fræði og lýðheilsu­fræði sjá að saga mann­kyns er full af svona faröldr­um sem ríða yfir heims­byggðina með reglu­legu milli­bili og valda mjög mikl­um usla. Saga Íslend­inga er full af þessu líka í gegn­um ald­irn­ar. Síðasti al­var­legi stóri far­ald­ur­inn hér var Spánska veik­in 1918. Þetta er því mjög vel þekkt og við höfðum búið okk­ur und­ir þetta. Svona heims­far­ald­ur in­flú­ensu geng­ur yfir á þrjá­tíu ára fresti, þó að eng­inn hafi valdið eins mikl­um usla og 1918. Sá síðasti var hér árið 2009; svínaflens­an. Hún var nokkuð al­var­leg en það fannst fljótt bólu­efni og hægt var að ráða við hana bet­ur,“ seg­ir Þórólf­ur og seg­ir und­ir­bún­ing hafa staðið lengi yfir á milli sótt­varna­lækn­is, al­manna­varna­deild­ar Rík­is­lög­reglu­stjóra og annarra stofn­ana.

Heims­far­ald­ur kem­ur aft­ur

Get­um við átt von á fleiri faröldr­um á næst­unni og þá jafn­vel verri en þess­um, eins og ebólu?

„Já, en ekki ebólu. Hún er allt öðru­vísi; hún smit­ast ekki auðveld­lega milli ein­stak­linga held­ur þarf snert­ingu við blóð eða vessa frá sjúk­ling­um. Við mynd­um aldrei fá svona út­breidd­an far­ald­ur af völd­um ebólu. En fyr­ir þá sem hana fá eru 50% lík­ur á dauða, en þetta er allt öðru­vísi sýk­ing. En svarið er já, við mun­um fá aft­ur svona far­ald­ur. Al­veg klár­lega. Hvenær það verður veit ég ekki og hvort það verður heims­far­ald­ur in­flú­ensu, önn­ur teg­und af kór­ónu­veiru eða al­veg ný veira, það veit ég ekki. Þetta er ekk­ert búið, þetta kem­ur aft­ur. Það eina sem við vit­um er að heims­far­ald­ur in­flú­ensu kem­ur á 30-40 ára fresti, og svo aðrar veir­ur líka. Þess vegna þurf­um við alltaf að vera í start­hol­un­um og til­bú­in að eiga við þetta.“

Meiri út­breiðsla en staðfest smit

Nú eru afar fá smit að grein­ast og því litl­ar lík­ur á að maður smit­ist. Eru aðgerðir ekki full strang­ar núna?

„Þessi sýk­ing er þannig að marg­ir eru með veiruna í sér en eru ein­kenna­laus­ir og vita því ekk­ert af því. Við vit­um að það er meiri út­breiðsla en greind sýni gefa til kynna. Þess­ir ein­kenna­lausu eða ein­kenna­litlu geta smitað. Ef einn slík­ur ein­stak­ling­ur fer inn á hjúkr­un­ar­heim­ili að heim­sækja ömmu sína og kast­ar svo kveðju á ná­grann­ana gæti þessi eini ein­stak­ling­ur, áður en hann veit af, verið bú­inn að smita allt hjúkr­un­ar­heim­ilið. Og það er fólkið sem fær sjúk­dóm­inn illa og dán­artíðnin er há. Þetta get­ur blossað upp, eins og gerðist í Bol­ung­ar­vík, Ísaf­irði, Vest­manna­eyj­um og á Hvammstanga. Þess vegna þurf­um við að vera með svona strang­ar aðgerðir. Það er betra að fara hægt og halda þessu niðri en að fara of hratt og fá allt í einu upp stór­ar hóp­sýk­ing­ar hér og þar og þurfa að bakka. Það væri ekki gam­an að þurfa að fara aft­ur niður í tutt­ugu manna regl­una og að þurfa að stoppa starf­semi víða. Við vilj­um kom­ast í mark upp­rétt.“

Sérðu fyr­ir þér hvað það tek­ur lang­an tíma fyr­ir kór­ónu­veiruna að deyja al­veg út?

„Það gæti tekið eitt til tvö ár, myndi ég halda.“

Ítar­legt viðtal er við Þórólf í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert