Segir bréfaskrif Boga einstaklega ósvífin

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins.
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. mbl.is/Ófeigur

Yfirlýsingar forsvarsmanna Icelandair um ábyrgð starfsfólks á framtíð fyrirtækisins hafa vakið eðlilega og mikla reiði enda einstaklega ósvífnar,“ skrifar Drífa Snædal, forseti ASÍ, á Facebook-síðu sína.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, sagði í bréfi sem birt­ist á innri vef Icelanda­ir í gær að helsta fyr­ir­staðan fyr­ir að flug­fé­lag­inu verði bjargað séu launakjör starfsfólks.

Drífa segir að flugfreyjur hafi verið kjarasamningslausar í meira en ár. Þrátt fyrir hóflegar og eðlilegar kröfur hafi ekki verið vilji til að semja við stéttina á sömu nótum og aðrar stéttir.

Nú er gefið í og krafist þess að flugfreyjur taki á sig launalækkun, skerðingu á réttindum ásamt auknu vinnuframlagi og þetta muni gilda næstu árin. Þetta er ögurstund í kjarabaráttu á krepputímum og nú gildir að standa fast gegn því að launafólk taki á sig kjararýrnun umfram það sem orðið er vegna uppsagna og minni vinnu,“ skrifar Drífa.

Hún gerir þá skýlausu kröfur að björgun fyrirtækja, hvort sem er í gegnum lífeyrissjóði eða ríkissjóð, verði ekki framkvæmd með því að skerða laun eða minnka réttindi.

ASÍ hefur staðið þétt við bakið á flugfreyjum og mun gera það áfram.“

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert