40 milljarða ríkisábyrgð

Umfang ábyrgðar ríkissjóðs á stuðningslánum til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir tímabundnu tekjufalli sökum áhrifa og útbreiðslu kórónuveirunnar gæti numið 40 milljörðum króna að mati mat fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Tillaga um breytingar á frumvarpi til fjárstuðnings minni fyrirtækja var afgreidd í efnahags- og viðskiptanefnd um helgina. Ágæt samstaða var um málið að sögn Óla Björns Kárasonar, formanns nefndarinnar. Ráðgera má að breytt frumvarp verði tekið fyrir á Alþingi á þriðjudag, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nýtt frumvarp felur í sér umtalsverðar breytingar en upphaflega var gert ráð fyrir 100% ríkisábyrgð á að hámarki sex milljón króna stuðningslánum til fyrirtækja. Verði frumvarpið samþykkt með breytingum verður hámarkslánsfjárhæðin tíu milljónir króna með 100% ríkisábyrgð auk þess sem 85% ríkisábyrgð verður á lánum á bilinu 10-40 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert