Ekkert nýtt smit fjórða daginn í röð

18 eru með virk kórónuveirusmit hérlendis en 1.773 hafa náð …
18 eru með virk kórónuveirusmit hérlendis en 1.773 hafa náð bata. Ljósmynd/Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson

Ekk­ert nýtt kór­ónu­veiru­smit greind­ist hér­lend­is síðasta sól­ar­hring, fjórða dag­inn í röð. Virk smit eru enn 18 talsins líkt og síðustu tvo daga. Þetta kem­ur fram í ný­upp­færðum töl­um á covid.is. Fjöldi þeirra sem smitast hafa frá því í febrúar er því 1.801. 

18 sýni voru greind á sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans en ekkert hjá Íslenskri erfðagrein­ingu.

1.773 hafa náð sér af kór­ónu­veirunni hér­lend­is. Tveir liggja á sjúkra­húsi en eng­inn er á gjör­gæslu. Tíu eru lát­in af völd­um COVID-19.

Alls hafa 54.213 sýni verið tek­in og 564 eru í sótt­kví en 19.694 hafa lokið sótt­kví.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert