Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist hérlendis síðasta sólarhring, fjórða daginn í röð. Virk smit eru enn 18 talsins líkt og síðustu tvo daga. Þetta kemur fram í nýuppfærðum tölum á covid.is. Fjöldi þeirra sem smitast hafa frá því í febrúar er því 1.801.
18 sýni voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans en ekkert hjá Íslenskri erfðagreiningu.
1.773 hafa náð sér af kórónuveirunni hérlendis. Tveir liggja á sjúkrahúsi en enginn er á gjörgæslu. Tíu eru látin af völdum COVID-19.
Alls hafa 54.213 sýni verið tekin og 564 eru í sóttkví en 19.694 hafa lokið sóttkví.