Félagsdómur greiði úr deilu um kosningu

Blátt og tært Þingvallavatn.
Blátt og tært Þingvallavatn. mbl.is/Golli

Útkljá þarf fyrir Félagsdómi ágreining sem uppi er á milli ríkisins og Félags íslenskra náttúrufræðinga um atkvæðagreiðslu meðal náttúrufræðinga um nýlegan kjarasamning félagsins.

Félag íslenska náttúrufræðinga birti á dögunum niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsmanna um kjarasamninginn sem gerður var í byrjun apríl og greindi frá því að samningurinn hefði verið felldur. 51,2% sögðu nei, 48,8% já og 21 skilaði auðu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Samninganefnd ríkisins er hins vegar á þeirri skoðun að samningurinn hafi í reynd verið samþykktur og hefur nú verið ákveðið að vísa deilunni til úrskurðar Félagsdóms. Heldur SNR því fram að ef hlutfall þeirra er kusu gegn samningnum sé vegið á móti heildarfjölda greiddra atkvæða nemi það einungis 49,3% og nái ekki hlutfalli sem tilskilið er í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert