Flugfreyjur funda um tilboð Icelandair

Samn­inga­nefnd Icelanda­ir krefst þess að laun og rétt­indi flug­freyja séu …
Samn­inga­nefnd Icelanda­ir krefst þess að laun og rétt­indi flug­freyja séu skert í nýj­um kjara­samn­ingi, að sögn Guðlaug­ar Lín­eyar Jó­hanns­dótt­ur, for­manns Flug­freyju­fé­lags Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfreyjufélag Ísland hefur fundað í dag vegna tilboðs sem Icelandair sendi félaginu í gær. Fyrirtækið leggur til að tilboðið verði borið milliliðalaust undir alla félagsmenn í kosningu. 

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, segir í samtali við mbl.is að tilboðið verði kynnt félagsmönnum í kvöld eða á morgun, en RÚV greindi fyrst frá. 

„Við ætlum að kynna þetta fyrir félagsmönnum og erum bara að ákveða næstu skref,“ segir Guðlaug og bætir við að óljóst sé hvort kosið verði um tilboðið. Taka verði afstöðu til tilboðsins eftir að það hefur verið borið undir félagsmenn. 

Guðlaug segir að ekki hafi verið boðað til samningafundar við Icelandair og óljóst hvenær það verður gert. 

Guðlaug sagði í samtali við mbl.is í gær að samninganefnd krefðist þess að laun og réttindi flugfreyja yrðu skert í nýjum kjarasamningi. Flugfreyjur hafa sagt að þær muni ekki skerða kjör sín með langtímasamningum. Launalækkanir og varanleg skerðing á réttindum sé óviðunandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert