Samþykkja stækkun gegn skilyrðum

Athafnasvæði Stofnfisks í Vogavík.
Athafnasvæði Stofnfisks í Vogavík.

Skipulagsstofnun hefur fallist á umleitan Stofnfisks um stækkun fiskeldis við Vogavík með skilyrðum sem til sendur að fjalla um í frummatsskýrslu.

Stofnfiskur óskaði eftir því að stækka fiskeldið í allt að 450 tonna framleiðslu, en núverandi afkastageta fyrirtækisins er 300 tonn. Meginhluti framleiðslunnar er laxahrogn en einnig laxa- og hrognkelsaseiði.

Í umsögn Skipulagsstofnunar kemur fram að leitað hafi verið umsagna hjá Sveitarfélaginu Vogum, Fiskistofu, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Matvælastofnun, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofu Íslands, Orkustofnun og Umhverfisstofnun.

Í umsögninni kemur m.a. fram að þörf sé á að tryggja uppsprettu ferskvatns til vinnslunnar ef af stækkun verði.

Þá þurfi að meta ólík áhrif útfærsla á frárennsliskerfi frá vinnslunni auk þess sem Náttúrufræðistofnun Íslands og Umverfisstofnun benda á að stækkunin nái til 0,25 ha svæðis á nútímahrauni sem njóti sérstakrar verndar. Fjalla þurfi um áhrif framkvæmdarinnar á jarðmyndanir umhverfis vinnsluna.

vidar@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert