Áhugasamir um iðnnám

Flugmenn sýna iðnnámi áhuga.
Flugmenn sýna iðnnámi áhuga. mbl.is/RAX

Flugmenn og flugvirkjar spyrjast nú í talsverðum mæli fyrir um iðngreinar í Tækniskólanum – skóla atvinnulífsins. Sem kunnugt er var þorra fólks í þessum störfum hjá Icelandair sagt upp störfum á dögunum og mikill samdráttur er í fluginu nú.

„Þegar aðstæður breytast er eðlilegt að fólk rói á ný mið og leiti nýrra tækifæra,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans. „Í dag fer fólk á öllum aldri í nám, margir gjarnan samhliða vinnu og sækja þá oft í kvöldnám. Það sem er eftirtektarvert núna er áhugi fólks úr fluginu sem spyr meðal annars um nám í rafvirkjun, pípulögnum og húsasmíði. Þá hafa einhverjir kynnt sér nám í skipstjórn, en gjarnan er þetta fólk milli þrítugs og fertugs.“

Leiðsöguskólinn er starfræktur á vegum Menntaskólans í Kópavogi og umsóknarfrestur um nám þar næsta vetur er til 15. júní. „Við auðvitað vitum ekkert um aðsóknina næsta vetur en mér þykir líklegt að hún verði annaðhvort sáralítil eða að allt fyllist,“ segir Guðríður Eldey Arnardóttir, skólameistari MK, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert