Jötunn fer til Þorlákshafnar

Jötunn fær bráðlega nýja heimahöfn.
Jötunn fær bráðlega nýja heimahöfn.

Tvö tilboð bárust í dráttarbátinn Jötun sem Faxaflóahafnir auglýstu til sölu nýlega. Nýr og öflugur dráttarbátur, Magni, bættist nýlega við í flotann og því var ekki lengur þörf fyrir Jötun.

Hafnarsjóður Þorlákshafnar átti hærra boðið, 220,5 milljónir. Hafnarfjarðarhöfn bauð 202 milljónir. Hafnarstjórn samþykkti á fundi sínum á föstudaginn að fela Gísla Gíslasyni hafnarstjóra að ganga til samninga við hæstbjóðanda.

Jötunn er tæplega 100 tonna stálbátur sem smíðaður var í Hollandi árið 2008. Hann hefur 27,8 tonna togkraft. Nú þjónar dráttarbáturinn Ölver höfninni í Þorlákshöfn, en hann er rúmlega 40 tonn og með 14 tonna togkraft.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert