Koma um leið og opnast

Eigendur smáhýsanna vonast eftir góðu ferðasumri, þrátt fyrir allt.
Eigendur smáhýsanna vonast eftir góðu ferðasumri, þrátt fyrir allt. Ljósmynd/Aðsend

Erlendir gestir afbóka seint gistingu í smáhýsunum á tjaldsvæðinu á Höfn í Hornafirði. Enn er mikið bókað í júlí og ágúst. Framkvæmdastjórinn dregur þá ályktun að gestirnir séu tilbúnir að nýta þjónustuna um leið og þeir komast til landsins.

Þjónustumiðstöð SKG er með ellefu smáhýsi og rekur tjaldsvæðið. Smáhýsin hafa verið vel nýtt síðustu árin og erlendir gestir hafa pantað stóran hluta þeirra fyrirfram, að því er fram kemmur í Morgunblaðinu í dag.

Vel var bókað fyrir sumarið og margir bókuðu í janúar og febrúar og fram í mars. Það eru mest Evrópubúar. Tryggvi Árnason, sem annast reksturinn, segir að fólk bíði í lengstu lög með að afbóka. Enn séu bókanir í húsin síðustu níu dagana í maí og þótt búið sé að afpanta einhverjar nætur fyrrihluta júnímánaðar sé vel bókað í mánuðinum og enn frekar í júlí og ágúst. Þá er enn verið að bóka eitt og eitt hús í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert