Nýjar götur nefndar eftir sækonungum

Bryggjuhverfið. Fleiri götur munu bætast við í hverfinu á næstu …
Bryggjuhverfið. Fleiri götur munu bætast við í hverfinu á næstu árum. mbl.is/Ófeigur

Heiti sækonunga í þulum Snorra-Eddu verða notuð sem nöfn á nýjum götum í Bryggjuhverfi við Elliðaárvog. Þetta er tillaga nafnanefndar Reykjavíkur, sem hefur verið samþykkt.

Umræddar götur, sem eru á svæði 1, munu heita Beimabryggja, Buðlabryggja, Endilsbryggja, Gjúkabryggja og Leifnisbryggja.

Jafnframt hefur verið lagt fram erindi nafnanefndar þar sem gerð er tillaga að nöfnum gatna á svæði 2 í Elliðaárvogi.

Göturnar þar munu heita: Álabryggja, Eitilsbryggja, Gautreksbryggja, Geitisbryggja, Hakabryggja, Högnabryggja, Lyngvabryggja, Mundilsbryggja og Rökkvabryggja, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert