Uppgröftur fornleifa á níu stöðum

Unnið verður við uppgröft fornleifa á nokkrum stöðum í sumar.
Unnið verður við uppgröft fornleifa á nokkrum stöðum í sumar.

Fornleifauppgröftur vegna vísindarannsókna verður á að minnsta kosti átta stöðum víðs vegar landinu í vor og sumar. Þetta eru nær allt framhaldsrannsóknir frá síðustu árum.

Að auki stendur yfir viðamikill uppgröftur á baklóð Stjórnarráðshússins í Reykjavík vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar þar.

Samkvæmt upplýsingum frá Minjastofnun eru rannsóknirnar sem nú hafa fengið styrki og leyfi á miðaldabýli á Mýrdalssandi, minjum frá landnámsöld á Stöðvarfirði, fornskála á Auðkúlu, öskuhaugum í Þjórsárdal, rústum í Ólafsdal, landnámsminjum í Sandvík, bæjarstæðinu í Árbæjarsafni og skála við Hofsstaði í Mývatnssveit.

Fleiri leyfi kunna að verða veitt á næstu vikum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert