Öllum yfir nírætt batnað af veikinni

Enn er kraftur í sýnatöku þótt sýnum hafi eitthvað fækkað
Enn er kraftur í sýnatöku þótt sýnum hafi eitthvað fækkað mbl.is/Eggert Jóhannesson

Öllum þeim átta sem eru yfir nírætt og hafa smitast af kórónuveiru hérlendis er batnað. Morgunblaðið greindi frá því fyrir um viku að sjö af þessum átta væri batnað en nú hefur sá áttundi bæst í hópinn.

Engin ný smit kórónuveiru voru tilkynnt hérlendis í gær, fimmta daginn í röð. Þetta er í fyrsta sinn síðan faraldurinn gerði vart við sig hérlendis í lok febrúar sem engin smit greinast samfleytt í svo langan tíma.

Virk smit eru nú 15 talsins og höfðu þrír því bæst í hóp þeirra sem batnað er frá því á mánudag. Engin virk smit eru hjá börnum yngri en sex ára og ekki heldur hjá fullorðnum eldri en áttatíu ára, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert