Bankarnir segja stýrivexti ekki eina áhrifaþáttinn

Borgartún í kvöldsól. Álag á vexti þokast upp á við …
Borgartún í kvöldsól. Álag á vexti þokast upp á við hjá Íslandsbanka en ekki hinum bönkunum. mbl.is/Árni Sæberg

Við ákvörðun kjörvaxta hafa fleiri þættir en stýrivextir Seðlabanka Íslands áhrif. Þetta kemur fram í svörum viðskiptabankanna þriggja við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Í ViðskiptaMogganum í gær var bent á að ef kjörvextir, sem flestum litlum og meðalstórum fyrirtækjum standa til boða (auk álags á vextina), hefðu fylgt lækkun stýrivaxta á síðustu misserum væru þeir allt að 1,55 prósentum lægri en þeir eru í dag.

Á meðan stýrivextir SÍ hafa lækkað um 2,75% frá því um mitt ár í fyrra hafa kjörvextir Arion banka og Landsbankans af óverðtryggðum lánum lækkað um 1,65 prósentur (í frétt í ViðskiptaMogganum í gær var fullyrt að lækkunin næmi 1,55 prósentum). Í tilfelli Íslandsbanka hafa kjörvextirnir lækkað um 1,2% yfir sama tímabil, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert