Ekki hrifinn af endurræsingu kísilverksmiðjunnar

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. mbl.is

Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir meirihluta bæjarstjórnar ekki hrifinn af endurræsingu kísilverksmiðjunnar í Helguvík.

„Við erum búin að fá þessa frummatsskýrslu og erum að lesa hana yfir. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar mun funda seinni hluta maímánaðar og þá væntanlega leggja tl umsögn um skýrsluna,“ segir Kjartan Már Kjartansson í samtali við mbl.is.

„Þangað til vil ég nú sem minnst um það segja,“ segir Kjartan, og aðspurður um afstöðu bæjarbúa segir hann að án þess að skoðanakönnun hafi verið gerð geti hann trúað því að andstaða væri líka meðal íbúa og að fyrirséð aukning á atvinnuleysi hafi þar líklega lítil áhrif.

Félagið Stakkaberg ehf. undirbýr endurbætur á fyrsta áfanga kísilverksmiðjunnar og …
Félagið Stakkaberg ehf. undirbýr endurbætur á fyrsta áfanga kísilverksmiðjunnar og fela þær í sér 4,5 til 5 milljarða króna fjárfestingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagið Stakkaberg ehf. undirbýr endurbætur á fyrsta áfanga kísilverksmiðjunnar og fela þær í sér 4,5 til 5 milljarða króna fjárfestingu og er áætlað að framkvæmdir geti hafist á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Reykjanesbæjar vegna framkvæmdanna og segir Kjartan að umhverfis- og skipulagsráð muni fjalla um frummatsskýrsluna á fundi sínum 22. maí. „Ef ráðið kemst að endanlegri tillögu um umsögn á þessum fundi þá verður hún væntanlega tekin fyrir á bæjarstjórnarfundi 2. júní.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert