Gagnavagninn á ferðinni í kvöld

Jenny Johansson vagnstjóri tekur Eurovision-gleðina alla leið.
Jenny Johansson vagnstjóri tekur Eurovision-gleðina alla leið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gagnavagn Strætó verður á ferðinni í kvöld í tilefni þess að Daði og Gagnamagnið áttu að stíga á svið í Rotterdam í kvöld. „Okkur langaði til þess að halda í Eurovision-gleðina og fagna því að skerðingu á tímatöflum Strætó lýkur á mánudaginn,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, um uppákomuna.

Gagnavagninn verður á leið 4 í kvöld og fór sína fyrstu ferð frá Hlemmi rétt í þessu, eða klukkan 15:18.

Eins og sjá má á ljósmyndum ljósmyndara mbl.is tekur vagnstjóri vagnsins, Jenny Johansson, Eurovision-gleðina alla leið og verður íklædd Gagnamagnspeysu á akstrinum í kvöld.

Að sögn Guðmundar Heiðars mega farþegar Strætó búast við að heyra Daða tilkynna nokkrar stoppistöðvar á ferðum sínum í vikunni, en vagninn mun líklega verða á akstri í nokkrar vikur í sumar og mun hann flakka á milli leiða.

Gagnavagninn verður á leið 4 í kvöld og fór sína …
Gagnavagninn verður á leið 4 í kvöld og fór sína fyrstu ferð frá Hlemmi rétt í þessu, eða klukkan 15:18. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert