Greiða þjónustu með appi

Þeir sem vilja nýta sér stafrænt gjafabréf ríkisins til að greiða kostnað við ferðalög innanlands í sumar þurfa að ná sér í smáforrit í símann. Með appinu verður hægt að greiða fyrir þjónustuna.

Hugsanlegt er að hægt verði að byrja að nota ávísanirnar fyrir mánaðamót, heldur fyrr en áætlað var.

Ríkisstjórnin ákvað sem lið í aðgerðum til að styðja við atvinnulífið vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins að úthluta öllum landsmönnum, 18 ára og eldri, 5.000 króna stafrænu gjafabréfi sem hægt verður að nota til að greiða fyrir gistingu, mat og afþreyingu á ferðalögum innanlands í sumar. Starfshópur á vegum ráðuneyta og stofnana hefur unnið að útfærslunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert