Hættir verslunarrekstri á Vopnafirði eftir rúm 30 ár

Árni á milli sona sinna, Steingríms til vinstri og Nikulásar …
Árni á milli sona sinna, Steingríms til vinstri og Nikulásar Alberts til hægri. Myndin var tekin á 30 ára afmæli Kauptúns fyrir tveimur árum. Ljósmynd/Aðsend

„Allt hefur sinn tíma en ég tel mig nú vera búinn að standa vaktina. Þetta eru að verða komin 32 ár síðan ég byrjaði,“ segir Árni Róbertsson, kaupmaður á Vopnafirði.

Árni hefur ákveðið að hætta verslunarrekstri 1. júlí næstkomandi. Þá verður skellt í lás í versluninni Kauptúni og sjoppunni Robbanum, en þetta hafa um árabil verið einu sölustaðir nauðsynjavara fyrir íbúa á Vopnafirði. Reksturinn er þó til sölu svo ekki er útséð um að einhver grípi gæsina, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi vopnfirslu tímamót í Morgunblaðinu í dag.

„Það er að mínu mati mjög erfitt að vera einstaklingur í þessum geira. Það er ekki alltaf rétt gefið,“ segir Árni og jánkar því að erfitt sé að keppa við stórar verslanakeðjur. Hann segir að rekstur verslunarinnar hafi gengið vel en síðustu tveir vetur hafi þó verið mjög erfiðir. Loðnubrestur hafi sett svip sinn á bæjarlífið. „Það er svo mikil innspýting þegar þessar vertíðir eru og við höfðum fengið mjög góð ár fram að því. En svo safnast upp erfiðleikar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert