Höfnuðu framkvæmdum

Vinstri græn lögðust gegn því að ráðist yrði í stór­felld­ar fram­kvæmd­ir á veg­um Atlants­hafs­banda­lags­ins á Suður­nesj­um. Var um­fang fram­kvæmd­anna talið myndu hlaupa á 12-18 millj­örðum króna, en lít­ils mót­fram­lags var kraf­ist frá ís­lenska rík­inu.

Þetta herma heim­ild­ir Morg­un­blaðsins inn­an rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Sam­kvæmt þeim hafnaði flokk­ur­inn þess­um áform­um þvert á vilja sam­starfs­flokka sinna í rík­is­stjórn, Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæðis­flokks.

Málið var ekki rætt form­lega inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en í óform­leg­um sam­töl­um milli flokk­anna hafnaði VG hug­mynd­inni al­farið. Að því er heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma fólu áformin meðal ann­ars í sér upp­bygg­ingu stór­skipa­hafn­ar, nýrra gist­i­rýma og vöru­húsa. Ef af fram­kvæmd­un­um hefði orðið má gera ráð fyr­ir að hundruð starfa hefðu skap­ast sam­hliða þeim. Þar af fjöldi tíma­bund­inna starfa en auk þess tug­ir ef ekki hundruð var­an­legra starfa.

Varnarstöðin á Keflavíkurflugvelli.
Varn­ar­stöðin á Kefla­vík­ur­flug­velli. mbl.is/​RAX
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert