Advania endurgreiðir bæturnar

Advania. 33 sem fóru í hlutastarf eru aftur komnir í …
Advania. 33 sem fóru í hlutastarf eru aftur komnir í fullt starf. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þrjátíu og þrír starfsmenn upplýsingatæknifyrirtækisins Advania, sem lækkaðir voru í starfshlutfalli vegna kórónuveirufaraldursins, eru nú allir komnir aftur í fullt starf.

Enginn starfsmaður Advania er því í skertu starfshlutfalli vegna faraldursins, að sögn Ægis Más Þórðarsonar, forstjóra fyrirtækisins.

„Upp úr miðjum mars blasti við gjörbreytt rekstrarumhverfi og þurftum við því að grípa til margvíslegra hagræðingaraðgerða til að vernda reksturinn. Þær fólust meðal annars í sárum uppsögnum 15 starfsmanna. Ákveðið var að nýta úrræði ríkisstjórnarinnar um lækkað starfshlutfall fyrir starfsfólk í mötuneyti, verkstæði og móttöku sem þá var orðið verkefnalaust. Töldum við það betri kost en að grípa til frekari uppsagna,“ segir Ægir meðal annars í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert