Geta nú flutt farþega til Íslands

Ekki er von til þess að farþegar flykkist í Norrænu …
Ekki er von til þess að farþegar flykkist í Norrænu á ný fyrr en slakað hefur verið á reglum um sóttkví á hinum áfangastöðum skipsins. mbl.is/Þorgeir

„Þegar þessar fréttir komu frá Íslandi fórum við, eins og aðrir í ferðaþjónustunni, strax að skipuleggja framhaldið. Við sjáum fram á að geta farið að flytja ferðamenn til Íslands,“ segir Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril line á Íslandi.

Norræna siglir milli Danmerkur, Færeyja og Íslands. Sett verður upp aðstaða til skimunar á Seyðisfirði sem farþegar frá öðrum löndum en Færeyjum þurfa að fara í, nema þeir geti framvísað vottorði um ónæmi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Linda stjórnendur Smyril line gera sér grein fyrir að ekki sé von á sama fjölda farþega og venjulega á þessum tíma árs. Það myndi þó muna um ef þeir yrðu 100 á viku í stað 20-30 eins og nú er. Þá segir hún að ekki sé við því að búast að Færeyingar flykkist til Íslands þrátt fyrir að búið sé að opna á þá leið – alla vega ekki á meðan í gildi eru reglur þar um 14 daga sóttkví við komuna heim aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert