Kannar ásakanir Eyþings

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fulltrúi í sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps telur ástæðu til að leita sannleikans varðandi ásakanir stjórnar Eyþings um kynferðislega áreitni fyrrverandi framkvæmdastjóra samtakanna sem settar voru fram í tengslum við brottrekstur hans.

Valtýr Þór Hreiðarsson, fulltrúi í sveitarstjórn, tók málið fyrir í bókun á fundi sveitarstjórnar sl. þriðjudag. Hann rifjaði sérstaklega upp þau orð í yfirlýsingu stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, og fyrrverandi stjórnarmanna Eyþings um að stjórn Eyþings hefði aldrei sakað framkvæmdastjórann fyrrverandi um kynferðislega áreitni á vinnustað og að þau orð væru frá honum sjálfum komin.

Valtýr segist hafa rætt við vitni sem kölluð voru til við aðalmeðferð máls framkvæmdastjórans fyrrverandi fyrir Héraðsdómi og hafi framburður þeirra verið í algerri andstöðu við fullyrðingar stjórnar.

Hafa eftirlitsskyldu

„Málshefjandi telur fulla ástæðu til þess að leita sannleikans í þessu máli og mun kalla eftir frekari gögnum sem styðja þá leit. Sveitarstjórnir hafa eftirlitsskyldu með sameiginlegum störfum sínum,“ segir í bókun Valtýs Þórs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert