Sýnatökur kosta allt að 50 milljónir á dag

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kostnaður við sýnatöku ferðafólks á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní gæti numið allt að 50 milljónum króna á dag. Er þá miðað við að 1000 sýni verði tekin daglega og hvert þeirri kosti 50 þúsund krónur.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skipunarbréfi Hildar Helgadóttur en Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað hana til að leiða vinnu við sýna­töku hjá ferðamönn­um á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Þar segir enn fremur að sýni skuli send án tafar á veirufræðideild Landspítala og greining skal liggja fyrir innan fimm klukkustunda.

Mark­miðið er að sýni verði tek­in úr öll­um komuf­arþegum í Kefla­vík sem það kjósa frem­ur en að fara í sótt­kví. Vott­orð/​rann­sókn­arniðurstaða frá öðrum lönd­um geta einnig komið í stað sótt­kví­ar, að því gefnu að sótt­varna­lækn­ir meti vott­orðið full­nægj­andi.

Sýna­tak­an á að hefjast ekki síður en 15. júní. Hún fer fram í tvær vik­ur og svo verður fram­hald fram­kvæmd­ar­inn­ar metið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka