Þungt högg að verða af hundruðum starfa

Reykjanesbær Bæjarstjórinn segir að frábært hefði verið að fá störfin
Reykjanesbær Bæjarstjórinn segir að frábært hefði verið að fá störfin

„Það hefði verið frábært að fá þessi störf hingað. Við stjórnum hins vegar ekki pólitíkinni þar sem sumt er umsemjanlegt og annað ekki,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um afstöðu Vinstri-grænna til framkvæmda á vegum Atlantshafsbandalagsins á Suðurnesjum.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær komu Vinstri-græn í veg fyrir framkvæmdir upp á 12-18 milljarða á svæðinu. Hefði tilheyrandi starfafjöldi jafnframt reynst mikil innspýting fyrir svæðið.

Að sögn Sigríðar Á. Andersen, formanns utanríkismálanefndar og þingmanns Sjálfstæðisflokks, kallar afstaða Vinstri-grænna á sérstakan rökstuðning. „Það er ábyrgðarhluti ef menn ætla að hverfa frá þjóðaröryggisstefnunni með þessum hætti og hunsa þannig mögulegar þarfir í varnarsamstarfi okkar,“ segir Sigríður, sem furðar sig á afstöðu flokksins. „Ég er undrandi á því hvernig hægt er að leggjast gegn uppbyggingu á borð við þessa. Þetta er uppbygging borgaralegra innviða, sem varnarsamstarf byggist í síauknum mæli á,“ segir Sigríður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Óviðeigandi að blanda inn í

„Það hefur ekki verið einhver sérstakur þrýstingur á þetta umfram annað. Afstaða okkar varðandi þessi mál er alveg skýr,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kveðst mótfallin hernaðaruppbyggingu. „Mér finnst óviðeigandi að blanda aukinni hernaðaruppbyggingu inn í efnahagsaðgerðir stjórnvalda.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert