Dönsku varðskipin Hvidbjørnen og Triton eru nú bæði í Reykjavíkurhöfn og liggja við Faxagarð.
Fátítt er að fleiri en eitt af dönsku skipunum sé hér inni í einu, en þau annast gæslu og eftirlit við Færeyjar, Grænland og víðar á yfirráðasvæði Dana.
Heimahöfn skipanna er Fredrikshavn á Jótlandi, en áhafnaskipti fara gjarnan fram á Íslandi og hvert úthald er um tveir mánuðir.