Farsóttarhúsinu lokað

Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhússins.
Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhússins. mbl.is/Ásdís

Far­sótt­ar­hús­inu við Rauðar­ár­stíg hef­ur verið lokað. Síðustu gest­ir húss­ins voru út­skrifaðir á miðviku­dag og að sögn Gylfa Þórs Þor­steins­son­ar, um­sjón­ar­manns húss­ins, er ekki þörf á að halda því opnu leng­ur. „Eins og við sjá­um á töl­un­um er COVID á und­an­haldi alla vega í bili,“ seg­ir Gylfi en bæt­ir við að menn séu reiðubún­ir að opna á ný ef þess þarf.

Íslenska ríkið tók Íslands­hót­el á Rauðar­ár­stíg að leigu í lok fe­brú­ar, en að sögn Gylfa var húsið fyrstu tvær til þrjár vik­urn­ar nýtt sem sótt­varna­hús, þ.e. þangað fór fólk, gjarn­an ferðamenn sem höfðu ekki í önn­ur hús að venda, í sótt­kví. Eft­ir það hafi hús­inu verið breytt í far­sótt­ar­hús þar sem fólk, sem er með veiruna, dvel­ur.

Íslandshótel við Rauðarárstíg hefur síðustu vikur gegnt hlutverki farsóttarhúss.
Íslands­hót­el við Rauðar­ár­stíg hef­ur síðustu vik­ur gegnt hlut­verki far­sótt­ar­húss. Ljós­mynd/Í​slands­hót­el

Alls hafa um 50 manns dvalið í far­sótt­ar­hús­inu, mest­megn­is Íslend­ing­ar, og hafa um 40 sjálf­boðaliðar á veg­um Rauða kross­ins komið að rekstri þess. Gylfi seg­ir rekst­ur­inn hafa gengið ljóm­andi vel og bet­ur en fólk hafi þorað að vona. „Það besta er að eng­inn sem starfaði hér veikt­ist,“ seg­ir Gylfi.

Aðspurður seg­ist Gylfi ekki hafa sér­stak­ar áhyggj­ur af að opn­un landa­mæra lands­ins, sem er í und­ir­bún­ingi, verði til þess að opna þurfi húsið á ný. „Þeir sem koma til lands­ins hafa ef­laust gert ein­hver plön um gist­ingu.“ 

Starfs­menn húss­ins gerðu sér glaðan dag á föstu­dag, þökkuðu starfs­fólki fyr­ir vel unn­in störf og heiðraði söngv­ar­inn Bjarni Ara starfs­fólk með söng.

Nafnið farsóttarhús er sótt til eina sanna farsóttarhússins á horni …
Nafnið far­sótt­ar­hús er sótt til eina sanna far­sótt­ar­húss­ins á horni Þing­holts­stræt­is og Spít­ala­stígs. Þar var fyrsti spít­ali borg­ar­inn­ar til húsa frá 1883 en það var síðar nýtt und­ir far­sótt­ar­sjúk­linga, en frá 1970-2013 rak Reykja­vík­ur­borg þar gisti­skýli fyr­ir útigangs­menn. Ljós­mynd/​Sverr­ir Vil­helms­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert