Gróðureldur í grennd við Glanna

Bruninn, úr fjarska.
Bruninn, úr fjarska. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta er erfitt viðureignar,“ segir Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, í örstuttu samtali við mbl.is. Slökkviliðið vinnur að því að slökkva eld í gróðri rétt við fossinn Glanna.

Bjarni segir að eldurinn sé í gróðri og mosa við Norðurá, rétt við Glanna.

Hann gat ekki lagt mat á umfangið en sagði slökkvilið vinna að því að slökkva eldinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert