Tekist á um réttaráhrif endurupptökunefndar

Verjendurnir Sigurður G. Guðjónsson og Helga Melkorka Óttarsdóttir ásamt Sigurjóni …
Verjendurnir Sigurður G. Guðjónsson og Helga Melkorka Óttarsdóttir ásamt Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í Hæstarétti í dag. mbl.is/Þorsteinn

Hæstirétt­ur ætti að vísa frá báðum end­urupp­töku­mál­un­um sem tengj­ast stjórn­end­um gamla Lands­bank­ans þar sem réttaráhrif af ákvörðunum end­urupp­töku­nefnd­ar ganga í ber­högg við lög um meðferð saka­mála og að ekki sé hægt að end­urupp­taka mál að nýju nema fyrri dóm­ur hafi verið ógilt­ur.

Þetta kom fram í máli Helga Magnús­ar Gunn­ars­son­ar vara­rík­is­sak­sókn­ara fyr­ir rétt­in­um í dag, en þar tókst hann á við Sig­urð G. Guðjóns­son og Helgu Mel­korku Ótt­ars­dótt­ir, verj­end­ur fyrr­ver­andi stjórn­enda bank­ans, þeirra Sig­ur­jóns Þor­vald­ar Árna­son­ar, fyrr­ver­andi banka­stjóra Lands­bank­ans, og Sig­ríðar El­ín­ar Sig­fús­dótt­ur, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækja­sviðs. Þá kom einnig fram að Sig­ur­jón hefði ekki hafið afplán­un sína, en hann hef­ur hlotið sam­tals fimm ára dóma.

Grund­vall­ar­regla sem þarf að viðhafa

Sagði Helgi skýrt að réttaráhrif fyrri dóms í mál­inu, þar sem þau Sig­ur­jón og Sig­ríður Elín voru sak­felld fyr­ir umboðssvik og markaðsmis­notk­un, væru enn til staðar. Sagði hann að réttaráhrif­in féllu ekki niður fyrr en nýr dóm­ur hef­ur fallið og með hliðsjón af 186. grein í lög­um um meðferð saka­mála geti dóm­ur­inn ekki tekið sama málið upp aft­ur meðan fyrri réttaráhrif væru til staðar.

Í fyrr­nefndri grein kem­ur meðal ann­ars fram að dóm­ur sé bind­andi um úr­slit sak­ar­efn­is í Hæsta­rétti og að krafa sem hafi verið dæmd að efni til verði ekki bor­in aft­ur und­ir sama eða hliðsett­an dóm. Skuli nýju máli um slíka kröfu vísað frá dómi. Benti Helgi á að ákvörðun end­urupp­töku­nefnd­ar, sem hann nefndi ít­rekað „stjórn­sýslu­nefnd úti í bæ“, hefði eng­in réttaráhrif á fyrri dóm. Aðeins Hæstirétt­ur gæti ógilt fyrri dóm og þangað til þyrfti að vísa mál­um sem þess­um frá dómi. Sagði Helgi jafn­framt að ekki ætti að vera hægt að byrja mál að nýju þegar dóm­ur hafi fallið nema í und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um. Þetta væri grund­vall­ar­regla sem þyrfti að viðhafa.

„Hljóm­ar kannski eins og orðhengils­hátt­ur

„Þetta hljóm­ar kannski eins og orðhengils­hátt­ur,“ sagði Helgi við dóm­inn og bætti við að lög­in yrðu samt að gilda. Sagði hann jafn­framt að ekki ætti að „halda lífi“ í því hvernig búið væri um end­urupp­töku­nefnd í lög­um „með þess­um redd­ing­um“, held­ur þyrfti Hæstirétt­ur að stíga niður „og bara að segja það“.

Sig­urður, verj­andi Sig­ur­jóns, var vit­an­lega ekki sam­mála þess­ari túlk­un Helga og sagði að end­urupp­töku­nefnd væri ekki að hefja málsmeðferð að nýju, held­ur hefði hún verið að meta hvort skil­yrði til að hefja nýja málsmeðferð væru til staðar. „Og hér kom fram að svo væri,“ sagði hann.

Dóm­stóls­ins að taka end­an­lega ákvörðun

Sig­urður sagði að líkt og þrískipt­ing valds í stjórn­kerf­inu leggi upp með sé það dóm­stóls­ins að ákveða hvort skil­yrði séu fyr­ir end­urupp­töku eða ekki og það væri það sem málið í dag sner­ist um og að ekki ætti að vísa mál­inu sjálf­krafa frá.

Í fyrra mál­inu, svo­kölluðu Ímon-máli, voru bæði Sig­ur­jón og Sig­ríður Elín Sig­fús­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs bank­ans, sak­felld fyr­ir umboðssvik og markaðsmis­notk­un. Fékk Sig­ur­jón 3,5 ára dóm en Sig­ríður Elín 18 mánaða dóm. Í seinna mál­inu, svo­kölluðu markaðsmis­notk­un­ar­máli Lands­bank­ans, var Sig­ur­jón, ásamt þrem­ur öðrum starfs­mönn­um deild­ar eig­in fjár­fest­inga, fund­inn sek­ur um markaðsmis­notk­un. Hlaut Sig­ur­jón þar 18 mánaða dóm í Hæsta­rétti og var þar með kom­inn upp í fimm ára refsi­há­mark.

End­urupp­töku­nefnd féllst í maí í fyrra á beiðni Sig­ur­jóns um að taka mál­in upp. Var í niður­stöðu nefnd­ar­inn­ar byggt á því að einn þáver­andi hæsta­rétt­ar­dóm­ari, Viðar Már, hafi átt hluta­bréf í Lands­bank­an­um á þeim tíma sem meint brot áttu sér stað og því hefði hann verið van­hæf­ur í mál­inu. Það skal þó tekið fram að nefnd­in slær því ekki föstu hvort hags­mun­ir Viðars Más hafi haft áhrif á dómsniður­stöðuna, en að draga megi óhlut­drægni dóms­ins í efa. Kem­ur fram að hann hafi keypt bréf í bank­an­um fyr­ir 15 millj­ón­ir og að „telja verður að þeir fjár­mun­ir sem fóru for­görðum hjá dóm­ar­an­um hafi verið slík­ir að at­vik eða aðstæður voru til að draga óhlut­drægni dóm­stóls­ins með réttu í efa“. Fyr­ir rétt­in­um í dag kom hins veg­ar fram að Viðar hafi sam­tals keypt bréf fyr­ir 16 millj­ón­ir í bank­an­um.

Ekki or­saka­sam­hengi milli gjaldþrots og brota stjórn­end­anna

Fleiri atriði voru dreg­in fram af bæði ákæru­valdi og verj­end­um um af hverju vísa ætti mál­inu frá eða að fá heim­ild til end­urupp­töku. Eitt vakti nokkra at­hygli í saln­um í dag, en Helgi sagði í mál­flutn­ingi sín­um að þegar hæfi Viðars til að dæma væri metið þyrfti að hafa í huga að ekki væri or­saka­sam­hengi á milli þess að bank­inn hefði farið á haus­inn og þeirra brota sem tek­in væru fyr­ir í þeim mál­um sem nú væri tek­ist á um. Sagði hann að jafn­vel þótt áhrif­in gætu hafa verið ein­hver hefði á þess­um tíma verið alþjóðakrísa í gangi og ekki væri hægt að halda því fram að farið hafi eins og fór fyr­ir bank­an­um út af þess­um tveim­ur mál­um. Reynd­ar mætti halda því fram að stjórn­end­ur bank­ans hafi reynt allt sem þeir gátu til að halda bank­an­um á lífi með að halda gengi hans upp, jafn­vel þótt í því hafi fal­ist ólög­leg markaðsmis­notk­un. Því tel­ur Helgi þetta ekki hafa áhrif á hæfi dóm­ar­ans, jafn­vel þótt fall bank­ans hefði kostað Viðar bréf sem hann keypti á 16 millj­ón­ir.

Sig­urður svaraði því til að sér­stakt væri að heyra sak­sókn­ara segja að áhrif­in af brot­um Sig­ur­jóns og El­ín­ar væru eng­in og vilja áfram að fyrri dóm­ur gilti. Eft­ir dóm­haldið sagði hann við mbl.is að allt málið væri byggt upp á því að þau hefðu með ólög­mæt­um og sak­næm­um hætti bakað hlut­höf­um, stór­um og smá­um, tjón. „Núna virðist liggja fyr­ir yf­ir­lýs­ing sak­sókn­ara um að svo hafi ekki verið,“ seg­ir Sig­urður. Seg­ir hann sér­kenni­legt að ákæru­valdið berj­ist gegn því að málið verði end­urupp­tekið „en lýsa svo yfir að menn séu ekki sek­ir um ásetn­ing“ og þannig koma í veg fyr­ir að hægt væri að sýkna í mál­inu.

Nauðsyn­legt að tryggja traust al­menn­ings á dómtól­um

Helga fór í mál­flutn­ingi sín­um yfir nauðsyn þess að tryggja traust al­menn­ings á dóm­stól­um og sér­stak­lega í mál­um þar sem rétt­mætr­ar tor­tryggni gæti gætt. Þegar bank­inn féll árið 2008 var Viðar pró­fess­or við Há­skóla Íslands og tók Helga sér­stak­lega fram að það breytti engu um ásýnd máls­ins hvort Viðar hafi verið dóm­ari við rétt­inn þegar „tjónið varð“ eða ekki. Þá tók hún jafn­framt fram að ekki þyrfti að sýna fram á að van­hæfi hafi haft áhrif á niður­stöðuna þegar ákvörðun væri tek­in um end­urupp­töku.

Sig­ur­jón ekki enn hafið afplán­un

Við mál­flutn­ing­inn kom einnig fram í máli Sig­urðar að vegna end­urupp­töku­máls­ins hafi Fang­els­is­mála­stofn­un fall­ist á að fresta refs­ingu Sig­ur­jóns og hef­ur hann því ekki enn hafið afplán­un þeirra fimm ára sem hann var dæmd­ur í. Fyr­ir nokkr­um árum kom hins veg­ar fram í fjöl­miðlum að Sig­ríður Elín hefði afplánað sinn dóm.

186. gr. laga um meðferð saka­mála

  • Dóm­ur er bind­andi um úr­slit sak­ar­efn­is fyr­ir ákærða, ákæru­valdið og aðra um þau atriði sem þar eru dæmd að efni til.
  • Krafa sem dæmd hef­ur verið að efni til verður ekki bor­in aft­ur und­ir sama eða hliðsett­an dóm­stól fram­ar en í lög­um þess­um seg­ir. Nýju máli um slíka kröfu skal vísað frá dómi.
  • Dóm­ur er bind­andi fyr­ir dóm­ara þegar hann hef­ur verið kveðinn upp. Dóm­ara er þó heim­ilt að leiðrétta rit­vill­ur, reikn­ings­skekkj­ur, nafnskekkj­ur og aðrar ber­sýni­leg­ar vill­ur í dómi, enda láti hann aðilum sem hafa fengið end­ur­rit af dómi í té nýtt end­ur­rit án taf­ar.
  • Dóm­ur hef­ur fullt sönn­un­ar­gildi um þau máls­at­vik sem í hon­um grein­ir þar til það gagn­stæða er sannað.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert