Tvöföldun vegar ekki einfalt mál

Göngubrúin var smíðuð í Póllandi í febrúar og er komin …
Göngubrúin var smíðuð í Póllandi í febrúar og er komin í gagnið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinna við tvöföldun Reykjanesbrautar á 3,2 km kafla frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi hefur gengið vel undanfarna tvo mánuði þrátt fyrir kórónuveirufaraldur.

Þar sem íbúðabyggð er mikil í kringum vegarkaflann og umferðin þung sem liggur í gegnum mitt framkvæmdasvæðið er allt undirlagt af hjáleiðum og öryggisráðstöfunum.

Á myndinni er horft frá Reykjanesbraut inn í Hafnarfjörð við Þorlákstún á Völlunum. Sjá má glæsilega nýja göngubrú sem kom til landsins frá Póllandi í febrúar og er nú komin í gagnið. Önnur eins verður sett upp við Ásland en það bíður til hausts, ef marka má Vegagerðina. Þá er verið að breikka brúna yfir Strandgötu.

Unnið er nótt sem nýtan dag við tvöföldunina og að jafnaði hafa verið í kringum 45 starfsmenn á svæðinu í gegnum heimsfaraldurinn. Fyrsta malbikun sumarsins hófst 28. apríl og heldur enn áfram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert