195 bætast við í sóttkví

Enginn hefur greinst með COVID-19 á Íslandi frá 12. maí.
Enginn hefur greinst með COVID-19 á Íslandi frá 12. maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert nýtt kórónuveirunnar greindist á landinu síðasta sólarhring, ekki frekar en síðustu fimm dagana á undan. 

1.802 hafa greinst með COVID-19 á Íslandi en enginn nýr hefur greinst með sjúkdóminn frá 12. maí. Þá greindist einn og þar á undan 6. maí, þegar tveir greindust.

Fólki í sóttkví snarfjölgar úr 532 í gær í 727 í dag. Líklegt er að það komi til af því að verið sé að færa inn farþegalista úr skipum og flugvélum sem komið hafa til landsins síðustu daga.

Nokkuð var tekið af sýnum í gær, 184 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 121 á veirufræðideild Landspítalans.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert