Bjargað úr alelda húsi

Þykkan gráan reyk leggur frá húsinu.
Þykkan gráan reyk leggur frá húsinu. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Allt tiltækt lið slökkviliðs Akureyrar var kallað út á áttunda tímanum í kvöld þegar eldur kom upp í íbúðahúsnæði við Hafnarstræti á Akureyri. Einn var inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og var hann fluttur slasaður á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Þetta staðfestir varðstjóri slökkviliðsins á Akureyri í samtali við mbl.is.

Frá vinnu slökkviliðsins í kvöld.
Frá vinnu slökkviliðsins í kvöld. mbl.is/Margrét Þóra

Hann sagði að um væri að ræða bárujárnsklætt timburhús á þremur hæðum og það væri alelda.

Frá slökkvistarfi við Hafnarstræti í kvöld.
Frá slökkvistarfi við Hafnarstræti í kvöld. mbl.is/Margrét Þóra

Byrjað er að rjúfa þakið til að komast betur að eldinum en varðstjórinn segir að slökkviliðsmenn séu að ná tökum á eldinum.

Eldsupptök eru ókunn.

Reykurinn sést vel.
Reykurinn sést vel. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert