Boðað til fundar klukkan 8:30 í fyrramálið

Enginn fundur var í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair en …
Enginn fundur var í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair en boðað hefur verið til nýs fundar í fyrramálið. mbl.is/Árni Sæberg

Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hafa verið boðaðar til fundar í Karphúsinu klukkan 8:30 í fyrramálið. Staðan í viðræðunum er afar viðkvæm samkvæmt heimildum mbl.is. 

Ellefu tíma samningafundi lauk án niðurstöðu skömmu eftir klukkan eitt í nótt og boðað var til fundar að nýju klukkan 17 síðdegis. Honum var síðan frestað á síðustu stundu eftir að ríkissáttasemjari féllst á beiðni samninganefndar Flugfreyjufélagsins þess efnis. 

Samninganefndir vinna í kapp við tímann en Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í bréfi sem hann sendi öll­um starfs­mönn­um Icelanda­ir fyr­ir um 10 dög­um að lang­tíma­samn­ing­ar við flug­stétt­ir yrðu að liggja fyr­ir áður en fundurinn fer fram. 

Samn­ing­ar hafa náðst við flug­menn og flug­virkja hjá Icelandair. Til­boð samn­inga­nefnd­ar Icelanda­ir fel­ur í sér 40% kjara­skerðingu að sögn samn­inga­nefnd­ar flug­freyju­fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert