„Eins djöfullegt og hugsast getur“

Slökkviliðsmaður að störfum við gróðurelda. Mynd úr safni.
Slökkviliðsmaður að störfum við gróðurelda. Mynd úr safni. mbl.is/Júlíus

Um hundrað manns unnu að því að hemja og slökkva gróðurelda sem loguðu í Norðurár­dal í gær og í nótt, þegar mest lét.

„Þarna voru björg­un­ar­sveit­ir og all­ur okk­ar til­tæk­ur mann­skap­ur, auk hátt í tutt­ugu slökkviliðsmanna frá Akra­nesi og tæp­lega tíu slökkviliðsmanna frá Bruna­vörn­um Suður­nesja. Svo voru þarna bænd­ur með haugsug­ur sem voru til­bún­ir að bregðast við,“ seg­ir Bjarni Þor­steins­son, slökkviliðsstjóri Borg­ar­byggðar, í sam­tali við mbl.is.

Flæmd­ist niður um allt

Þegar blaðamaður náði tali af Bjarna nú á ell­efta tím­an­um var hann að reyna að festa svefn eft­ir mjög anna­sama nótt, en slökkvi­starfi lauk í morg­un.

Hann seg­ir enga leið að sjá hvar eld­ur­inn átti upp­tök sín. 

„Hann flæmd­ist nátt­úru­lega niður allt og það er erfitt að gera sér grein fyr­ir því hvar þetta byrj­ar,“ seg­ir Bjarni og bæt­ir við að aust-norðaust­an­vindátt hafi ríkt í gær. 

„Hann var mjög hæg­ur og lægði veru­lega í nótt. Það var nán­ast al­veg logn.“

Frá slökkvistarfi við gróðurelda í Borgarbyggð. Mynd úr safni.
Frá slökkvi­starfi við gróðurelda í Borg­ar­byggð. Mynd úr safni. Theo­dór Þórðar­son

Ekki bún­ir til úr neinu korn­fl­exi

Eld­ur­inn var mest í kjarri og mosa.

„Þetta er eins djöf­ul­legt og hugs­ast get­ur, að fá eld í þetta. Það eru um þrjú þúsund ár síðan talið er að Grá­brók hafi gosið síðast. Það má því gera ráð fyr­ir að mos­inn sé ekki mikið yngri en það, en hann er yf­ir­leitt um 20 senti­metra þykk­ur, og meira en það sums staðar. Svo er þetta bara kjarr og lyng og þess kon­ar gróður.“

Ekki var hægt að kom­ast að eld­in­um með bíl­um held­ur þurfti að ganga í mjög úfnu og leiðin­legu hrauni að sögn Bjarna. Slökkvi­búnað þurfti því að bera að svæðinu og leggja þurfti lagn­ir að eld­in­um til að dreifa á hann slökkvi­efni.

„Þetta reyn­ir ofboðslega á mann­skap­inn. En þetta eru hörku­karl­ar. Þeir eru ekki bún­ir til úr neinu korn­fl­exi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert