Flugfreyjufélagið óskaði eftir frestun fundar

Frá samningafundi Flug­freyju­fé­lags Íslands og Icelanda­ir fyrr í mánuðinum.
Frá samningafundi Flug­freyju­fé­lags Íslands og Icelanda­ir fyrr í mánuðinum. mbl.is/Árni Sæberg

Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands óskaði eftir frestun samningafundar í kjaradeilu félagsins og Icelandair sem átti að hefjast klukkan 17 síðdegis. Þetta herma heimildir mbl.is. Að öllum líkindum verður ekki boðað til nýs fundar fyrr en í fyrramálið. 

Síðasta sátta­fundi í kjara­deil­unni lauk um klukk­an eitt í nótt en fund­ur­inn hófst klukk­an tvö eft­ir há­degi. Lausn er ekki kom­in í deil­una en Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, sagði í bréfi sem hann sendi öll­um starfs­mönn­um Icelanda­ir fyr­ir um 10 dög­um að lang­tíma­samn­ing­ar við flug­stétt­ir yrðu að liggja fyr­ir áður en hlut­hafa­fund­ur fé­lags­ins færi fram næst­kom­andi föstu­dag. Á fundinum verður ákveðið hvort ráðist verði í nýtt hlutabréfaútboð þar sem safna þarf nýju hlutafé fyrir 29 milljarða króna.

Samningar hafa náðst við flugmenn og flugvirkja. Tilboð samninganefndar Icelandair felur í sér 40% kjaraskerðingu að sögn samninganefndar flugfreyjufélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert