Fluttur rænulaus á sjúkrahús

Frá slökkvistarfi á Akureyri í kvöld.
Frá slökkvistarfi á Akureyri í kvöld. mbl.is/Margrét Þóra

Reykkafarar frá slökkviliðinu á Akureyri fundu rænulausan mann á miðhæð hússins við Hafnarstræti 37 en tilkynnt var um eld í húsinu skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Maðurinn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar og liggja ekki fyrir frekari upplýsingar um afdrif hans á þessari stundu.

Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Akureyri, segir að búið sé að rífa þakið af húsinu og unnið sé að því að slökkva þann eld sem enn logar.

Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Akureyri.
Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðsins á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hann vonast til þess að slökkvistarfi ljúki á næstu klukkustund.

Um er að ræða tveggja hæða timburhús á steyptum kjallara, eitt af eldri húsum bæjarins, byggt 1903.

Húsið stendur meðal annarra timburhúsa í gamalgrónu hverfi. Ljóst var að reykurinn stafaði af eldi í húsinu og því möguleg hætta af þessu fyrir önnur hús.

Húsið stendur meðal annarra timburhúsa í gamalgrónu hverfi. Ljóst var …
Húsið stendur meðal annarra timburhúsa í gamalgrónu hverfi. Ljóst var að reykurinn stafaði af eldi í húsinu og því möguleg hætta af þessu fyrir önnur hús. mbl.is/Margrét Þóra

Tvö hús voru rýmd og aðrir íbúar í nágrenninu voru hvattir til að loka gluggum á húsum sínum. Fenginn var strætisvagn fyrir fólkið sem þurfti að yfirgefa húsin sín og komu starfsmenn frá Rauða krossinum til að aðstoða fólkið.

Uppfært klukkan 23:39: 

Slökkvistarfi er að mestu lokið en slökkviliðið á Akureyri verður með vakt við húsið fram á nótt.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert