Hefja innflutning á sæði úr angus-holdanautum

Biksvartur angus-kálfur með fósturmóður sinni íslenskri í einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti.
Biksvartur angus-kálfur með fósturmóður sinni íslenskri í einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is

Nautgriparæktarmiðstöð Íslands (Nautís) er að hefja innflutning á sæði úr aberdeen angus-holdanautum frá Noregi til að nota á arfhreinar kvígur af þessu kyni í einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti í Flóahreppi.

Hingað til hafa aðeins fósturvísar verið fluttir inn. Tilgangurinn er að reyna að flýta því að koma gripum til notkunar á býlum sem eru með holdagripi í ræktun.

Innflutningur á nýju holdakyni hefur til þessa grundvallast á innflutningi á fósturvísum frá Noregi sem settir hafa verið upp í íslenskar kýr. Hefur það verið gert í þrjú ár í röð og næsta kynslóð angus-kálfa fæðist í einangrunarstöðinni nú í júní. Erfiðlega hefur gengið að láta íslensku kýrnar festa fang og komu aðeins 8 angus-kálfar á síðasta ári út úr um 40 fósturvísauppsetningum og von er á svipuðum fjölda í ár.

Sigurður Loftsson, formaður stjórnar Nautís, segir að ekki hafi fundist skýringar á lágu fanghlutfalli þrátt fyrir töluverðar athuganir. Hann segir að þetta tengist ekki erfðaefninu frá Noregi heldur íslensku kúnum sem notaðar eru við fósturvísauppsetninguna og bendir um leið á að vandamál hafi verið með frjósemi í íslenska mjólkurkúastofninum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert