Sjóvarnir hækkaðar á Sauðárkróki

Sauðárkrókur.
Sauðárkrókur. mbl.is/Sigurður Bogi

Unnið er að lokahönnun að frekari sjóvörnum á Sauðárkróki, að sögn Sigfúsar Inga Sigfússonar, sveitarstjóra í Sveitarfélaginu Skagafirði.

„Við leggjum mikla áherslu á að framkvæmdir verði boðnar út sem fyrst svo þeim verði lokið fyrir fyrstu haustlægðir,“ segir Sigfús Ingi.

Þrívegis í vetur flæddi sjór yfir Skarðseyrina á Sauðárkróki á jafn mörgum mánuðum og flæddi m.a. inn í fyrirtæki. Einnig flæddi yfir sjóvörn við Strandveg og skemmdist hún talsvert við það. Þá skemmdist sjóvarnargarður á norðanverðri eyrinni að hluta í desemberveðrinu.

Á nýliðnum vetri voru sjávarflóð á norðanverðu landinu óvenju tíð og há, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert