Þrátt fyrir að sundlaugar landsins hafi verið opnaðar að nýju í gær er Ylströndin við Nauthólsvík enn lokuð, áhugafólki um sjósund til mikils ama.
Herdís Anna Þorvaldsdóttir, formaður SJÓR - Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur, segir að sjósundskappar séu margir hverjir orðnir óþreyjufullir eftir því að aðstaðan við Ylströndina verði opnuð á nýjan leik. „Það hafa margir sjósundsiðkendur haft samband að leita upplýsinga og lýst undrun,“ segir Herdís í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Hún segir félagið hafa fengið þær upplýsingar að til standi að opna búningsaðstöðu í næstu viku en ekki sé enn fyrirséð með heita pottinn, mögulega vegna þess að það er ekki klór í honum, samt sé Guðlaug, heiti potturinn á Akranesi, opin og þar sé heldur ekki klór.