250 milljónir í aðgerðir á Suðurnesjum

Reykjanesbær.
Reykjanesbær. mbl.is/Sigurður Bogi

Atvinnuleysi stefndi í 24% á Suðurnesjum í apríl, sem stjórnvöld telja kalla á sérstakan viðbúnað og nánara samstarf ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja. Kynntar hafa verið aðgerðir í sautján liðum á svæðinu, sem munu kosta 250 milljónir samtals. 

Þjónusta hjá sveitarfélögum er efld, ráðist er í átak í atvinnumálum, samfélagsverkefnum ýtt úr vör og menntamál efld. Atriðin eru eftirfarandi: 

Þjónusta

  • Vaxtarsvæði – samráðsteymi ríkis og sveitarfélaga á Suðurnesjum  
  • Sterk framlína í krafti fjölbreytileikans – 30 milljónir kr.
  • Þverfagleg Landshlutateymi (Velferðarstofa) – 30 milljónir kr.
  • Aukin verkefni hjá sýslumanninum á Suðurnesjum – 12 milljónir kr.
  • Átak gegn heimilisofbeldi – 12 milljónir kr. 
  • Bætt heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum – 6 milljónir kr.

Samfélag

  • Samfélagsrannsóknir – 10 milljónir kr.
  • Heilsueflandi Suðurnes – frístundavefur – 1,5 milljónir kr.
  • Reykjanes UNESCO Global Geopark – 25 milljónir kr. 

Menntun

  • Styttri námsúrræði – 20 milljónir kr.  
  • Sumarnám – 30 milljónir kr.
  • Þróun á sviði vendináms – 10 milljónir kr. 
  • Fisktækni á pólsku – 12 milljónir kr. 
  • Sjávarakademían, nýsköpun og vöruþróun innan bláa hagkerfisins – 12 milljónir kr.
  • Efling þekkingarstarfsemi á Suðurnesjum – 20 milljónir kr.
  • Flugklasinn – 19,5 milljónir kr.

Þessi aðgerðaáætlun bætist við aðrar aðgerðir stjórnvalda fyrir Suðurnes, en sagt hefur verið frá því að fjórir milljarðar verði settir inn í ISAVIA til innviðaframkvæmda. Það á að skapa 50-125 störf.

Í fjárfestingarátaki sem var hluti af fyrsta aðgerðapakka stjórnvalda voru einnig kynnt ýmis opinber verkefni, þ.m.t. samgönguverkefni á Suðurnesjum sem er viðbót við gildandi fjárveitingar, 200 milljóna kr. stuðningur við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að bæta aðkomu sjúkrabifreiða og 60 m.kr. fjárfesting í endurbætur á byggingu á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar vegna aðstöðu fyrir ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslu Íslands.

Nánar á vef Stjórnarráðsins.

Skýrsla — stöðumat og aðgerðaáætlun

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert