Óyggjandi staðfesting frá Icelandair ekki til staðar

Drífa Snædal forseti ASÍ.
Drífa Snædal forseti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Icelandair hefur ekki staðfest svo óyggjandi sé að fyrirtækið hyggist ekki ganga fram hjá FFÍ líkt og fréttaflutningur í dag hefur gefið til kynna.“ Þetta segir í tilkynningu frá miðstjórn ASÍ, en í morgun sagði Morgunblaðið frá því komið hefði til tals innan Icelandair að sett verði á laggirnar nýtt stéttarfélag flugfreyja og samið yrði við það í stað Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ).

Icelandair sendi í kjölfarið frá sér bréf til FFÍ þar sem fram kom að félagið hefði ekki verið í viðræðum við önn­ur stétt­ar­fé­lög um gerð kjara­samn­ings um störf flug­freyja og flugþjóna hjá fé­lag­inu.

Í tilkynningunni áréttar miðstjórnin stuðning sinn við FFÍ og segir að yfirlýsingar stjórnenda Icelandair hafi verið til þess fallnar að grafa undan trausti milli samningsaðila.

Miðstjórnin minnir einnig á að lífeyrissjóðir vinni eftir fjárfestingarstefnu sem gangi út á að kjarasamningar séu virtir. „Lífeyrissjóðum er því ekki stætt á að fjárfesta í fyrirtækjum sem ganga gegn leikreglum á íslenskum vinnumarkaði, stunda félagsleg undirboð eða fara gegn samningsfrelsi launafólks,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert