Leit að skipverjanum lokið í dag

Frá leitinni að skipverjanum.
Frá leitinni að skipverjanum. Ljósmynd/Jón Helgason

Leit að skip­verja sem talið er að hafi fallið fyr­ir borð af fiski­skip­inu Erl­ing KE-140 í Vopnafirði á mánudag er lokið í dag en síðustu hópar voru að tínast í hús þegar blaðamaður ræddi við Hinrik Ingólfsson hjá björgunarsveitinni Vopna rétt fyrir klukkan hálffjögur í dag. 

Ekkert nýtt kom út úr leitinni í dag en skilyrði voru góð framan af og er stefnt að því að leita aftur á morgun. Sú leit verður þó minni í sniðunum en sú sem var framkvæmd í dag. Ákvörðun um áframhaldandi leit um helgina hefur ekki verið tekin. 

Alls tóku 25 manns úr björg­un­ar­sveit­inni Vopna og Slysa­varna­fé­lag­inu Sjöfn þátt í leit­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert