Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt einróma

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á fundinum í dag.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á fundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hluthafar í Icelandair samþykktu rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárúrboð á tímabilinu 29. júní til annan júlí næstkomandi. Enginn andmælti því.

Hluthafafundur stendur nú yfir og eru upplýsingarnar fengnar frá blaðamanni mbl.is sem er á staðnum. 

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag ætlar Icelandair sér að und­ir­rita samn­inga við stjórn­völd, lán­veit­end­ur, leigu­sala, söluaðila og fleiri fyr­ir 15. júní næst­kom­andi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert