Hrognkelsi fara um langan veg

Árið 2018 byrjaði Hafrannsóknastofnun í samvinnu við Biopol á Skagaströnd og grænlensku náttúrufræðistofnunina að merkja hrognkelsi á fæðuslóð á víðáttumiklu hafsvæði í Norðaustur-Atlantshafi.

Í heild var 761 hrognkelsi merkt 2018 og 2019. Sjö fiskar hafa verið endurheimtir, fimm grásleppur og tveir rauðmagar.

Eitt hrognkelsanna endurheimtist fjær merkingarstað en áður hefur sést. Það var merkt í suðurhluta Irmingerhafs og endurheimtist við Langanes, í 1.230 km fjarlægð. Fyrra metið var 587 km. Þessar frumniðurstöður sýna að fæðuslóð grásleppu sem hrygnir við Ísland er bæði í Irmingerhafi og Íslandshafi, segir í frétt á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Til að auka umfang þessara rannsókna er vonast til þess að Norðmenn taki þátt í þeim frá og með árinu 2021, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert