Borgin auglýsti skipulagið of seint

Furugerði. Á lóðinni voru fyrir gömul gróðurhús sem nú hafa …
Furugerði. Á lóðinni voru fyrir gömul gróðurhús sem nú hafa verið rifin. mbl.is/Árni Sæberg

Deiliskipulag Espigerðis fyrir lóðina nr. 23 við Furugerði er ógilt. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindsamála frá 20. maí sl. Þetta þýðir að Reykjavíkurborg þarf að auglýsa skipulagið að nýju með venjulegum athugasemdafrestum og framkvæmdir munu því tefjast sem því nemur.

Samkvæmt skipulagslögum þarf auglýsing um samþykkt deiliskipulag að birtast innan eins árs í B-deild Stjórnartíðinda frá því að athugasemdarfresti til deiliskipulagsins lauk. Athugasemdarfresti til hins kærða deiliskipulags lauk 7. janúar 2019 en auglýsing um samþykkt þess birtist hins vegar ekki í B-deild Stjórnartíðinda fyrr en 22. janúar 2020. Var deiliskipulagið því ógilt. Íbúar við Espigerði og Furugerði höfðu kært hið nýja skipulag. „Verður máli þessu því vísað frá úrskurðarnefndinni, enda hafa kærendur ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn ágreinings um ógilda ákvörðun,“ segir í úrskurðinum.

Í lok árs 2017, þegar upplýst var um mikla íbúðarbyggð á svæðinu, stofnuðu íbúar við Furugerði aðgerðarhóp gegn framkvæmdunum. Upphaflega átti að byggja þarna 37 íbúðir en þeim var síðar fækkað í 30. Engu að síðu töldu íbúarnir þetta of stórtæk áform og kærðu deiliskipulagið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert