Endurskoða áformin

Hótelið við Austurvöll tekur á sig mynd.
Hótelið við Austurvöll tekur á sig mynd. mbl.is/​Hari

Fordæmalausar aðstæður í ferðaþjónustu kalla á breytta hönnun svonefnds Landsímareits. Þetta er inntakið í minnisblaði sem Icelandair Group hefur sent Reykjavíkurborg, fyrir hönd Flugleiðahótela og Lindarvatns. Án breytinga sé hætt við að reksturinn standi ekki undir sér.

Ein viðamesta breytingin sem Lindarvatn vill gera er að 650 fermetra skrifstofurými á 3. og 4. hæð næst NASA að Thorvaldsensstræti 2 verði breytt í hótelherbergi. En bent er á að markaður fyrir skrifstofurými í miðborginni sé að mettast og því sé ekki gurndvöllur fyrir því að innrétta skrifstofur í rýminu.

Við Hörpu er annað lúxushótel í byggingu en vonir eru bundnar við að hótelin tvö muni laða efnaða ferðamenn til landsins. Á þeim verða alls á fimmta hundrað herbergi.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Íslenskra fasteigna, kórónuveirufaraldurinn hafa tafið uppbyggingu Edition- lúxushótelsins við Hörpu. Faraldurinn hafi þannig sett strik í reikninginn við framleiðslu innréttinga og búnaðar í Evrópu. Á þessu stigi sé því erfitt að tímasetja hvenær hótelið verður opnað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka