Framkvæmdir hrella ferðalanga

Framkvæmdirnar á Selfossi valda ökumönnum vandræðum.
Framkvæmdirnar á Selfossi valda ökumönnum vandræðum. mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

Lokun hringvegarins um Austurveg á Selfossi hefur valdið ökumönnum í gegnum bæinn nokkrum vandræðum þegar umferð þyngist.

Verið er að leggja stórt ræsi þvert yfir Austurveginn, gegnt bensínstöð N1 austast í bænum, og umferð beint sunnar eða með ánni á meðan á framkvæmdum stendur.

Svo virðist sem margir ökumenn horfi framhjá skiltum sem vísa á hjáleiðir, sem hefur orðið til þess að margir bílar fara um áður fáfarnar húsagötur í grennd við framkvæmdasvæðið.

Fjölmargar eldri lagnir í götunni orsaka að verkið er nokkuð snúið en flokkur Borgarverks er reynslumikill og gengur með ágætum að þvera veginn. Að sögn Gísla Þórs Guðmundssonar verkstjóra átti upphaflega að loka veginum í um sex vikur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert