Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst í dag

Utankjörstaðakosning vegna forsetakosninganna hefst í dag.
Utankjörstaðakosning vegna forsetakosninganna hefst í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga hefst í dag. Hægt er að kjósa hjá sýslumönnum um land allt, en á höfuðborgarsvæðinu fer atkvæðagreiðslan fram á fyrstu hæð í verslunarmiðstöðinni Smáralind.

Opið verður alla daga frá klukkan 10 til 19, en lokað á hvítasunnu og annan dag hvítasunnu.

Kosið á Laugardalsvelli frá 15. júní

Kjörstöðum á höfuðborgarsvæðinu verður fjölgað 15. júní. Frá og með þeim degi verður hægt að greiða atkvæði utan kjörfundar bæði á 1. og 2. hæð Smáralindar, en auk þess á Laugardalsvelli. Verður þá opið alla daga milli 10 og 22, en lokað 17. júní.

Á kjördag, laugardaginn 27. júní, verður eingöngu opið á 1. hæð í Smáralind milli klukkan 10 og 17 fyrir kjósendur á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Erlendis geta Íslendingar kosið í sendiráðum. Vekur utanríkisráðuneytið athygli á því að sums staðar þarf að panta tíma fyrir fram, til að tryggja að ekki safnist of margir saman, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert