Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar klukkan 14 í dag.
Þetta verður síðasti áætlaði upplýsingafundurinn vegna COVID-19 að svo stöddu. Boðað verður að nýju til funda í framtíðinni ef þurfa þykir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.
Gestir fundarins verða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.